Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Undirbúa stofnun nýs flugfélags fyrir norðan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu skoðar nú hvernig hægt sé að koma á reglu­bundnu áætl­un­ar­flugi milli Ak­ur­eyr­ar og tveggja til þriggja áfangastaða í Evr­ópu.

„Við erum sannfærð um að grundvöllur sé fyrir ætlunarflugi milli Evrópu og Íslands um Akureyrarflugvöll,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem leiðir verkefnið fyrir hönd fjárfesta, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Þar kemur fram að verkefnið beri vinnuheitið Niceair og að undirbúningsvinnan sé langt á veg komin. Mbl greinir jafnframt frá því að verkefnið njóti stuðnings ýmissa fyrirtækja og hagsmunaaðila, en helstu bak­hjarl­ar þess eru Sam­herji, Höld­ur og Nor­landa­ir.

Til marks um að grundvöllur sé fyrir flugi milli Evrópu og Íslands bendir Þorvaldur meðal annars á að á meðan samdráttur sé í komu ferðamanna til Keflavíkur sé staðan allt annar fyrir norðan. „Hér hefur verið mikil aukning flugfarþega undanfarin ár. Í fyrra var aukningin tæplega 40 prósent og rúmlega 70 prósent árið áður,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Þá muni flugið nýtast vel Norðlendingum og Austfirðingum sem séu orðnir þreyttir á því að keyra langar vegalengdir til og frá Keflavíkur, þurfa að borga þar fyrir gistingu og taka sér aukafrí.

Þorvaldur segir að fjársvelti Akureyrarflugvölls sé eina helsta hindrunin fyrir því að áætlanir félagsins nái fram að ganga. Flugvöllurinn sé sprunginn og fjármagn þurfi í uppbyggingu hans, meðal annars út frá öryggissjónarmiðum.

Niðurstaða fýsi­leika­könn­un­ar er að vænta í lok apríl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -