Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Viggó sigmaður átti erfiðan fyrsta túr: „Ég var sjóveikur eins og barinn rakki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmaður Landhelgisgæslunnar, Viggó Sigurðsson, hefur komið að mörgum stórum björgunaraðgerðum á löngum ferli þrátt fyrir nokkuð ungan aldur. Í nýjasta þætti Sjóarans fer Viggó meðal annars yfir hvernig hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni.

„Hvernig ég enda hjá gæslunni er pínulítið skondið. Afi minn var yfirhafnsögumaður hjá Reykjavíkurhöfn og hann lagði rosalega áherslu á að koma mér til gæslunnar. Hann sá sko á þeim tíma voru eftirlaunin þeirra svo góð og það styttist í þau hjá honum að hann vildi tryggja það að ég fengi góð eftirlaun. Það gekk eitthvað brösuglega nema hvað að frændi minn var vinna þarna um borð og áramótin 96-7 vantaði mann í afleysingu sem smyrjari. Hann hringdi í mig og ég var farinn á sjó seinni partinn sama dag. Tæknilega séð er ég ennþá í afleysingu. Þetta svo þróaðist í þá átt að ég tók þennan túr í vélarúminu. Ég var sjóveikur eins og barinn rakki en fer svo í næsta túr og enda þá sem háseti og þá fer maður að kynnast þessu lífi betur.

Maður var pínu einangraður í vélarúminu frá þessari vinnu sem fer um borð í þessum skipum. En þá fer maður að kynnast bæði mönnum og verkefnunum og því sem Landhelgisgæslan er að gera og það hefur bara ekki verið aftur snúið síðan.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Viggó í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -