Rússar söfnuðust saman fyrir framan ræðismannaskrifstofu Rússlands í Reykjavík til að minnast Alexei Navalny á föstudaginn og hengdu upp ljósmyndir af honum og blóm og kveiktu á kertum. Stuttu seinna kom maður út úr sendiráðinu og reif niður myndirnar og slökkti á kertunum.
Starfsmaður hjá ræðismannaskrifstofu Rússlands á Túngötu 24, reif niður myndir af Alexei Navalny, sem rússneskir íbúar í Reykjavík höfðu hengt upp á grindverk við ræðismannaskrifstofuna föstudaginn 16. febrúar. Sami maður henti einnig kertum sem kveikt hafði verið á til að minnast Navalny, sem lést í rússnesku fangelsi á föstudaginn.
Íslensk kona varð vitni að þessu en í samtali við Mannlíf sagði hún manninn hafa verið með hettu og buff fyrir andlitinu. „Við vorum þarna á æfingu við Landakotskirkju. Sáum hvar athöfnin fór fram með sjónvarpinu. En svo kannski liðu í kringum 30 mínútur, þá kom maður út úr húsinu og byrjaði að slökkva á kertunum og rífa niður það sem búið var koma fyrir í grindverkinu. Ein af okkur spurði hvað hann væri að gera en fékk eitthvað muldur til baka. Greinilega ekki til í að ræða málin. Eða skildi ekki hvað var sagt við hann. Svo bara fór hann aftur inn.“
Rússi sem var við athöfnina birti ljósmyndir frá minningarathöfninni og svo aðrar sem teknar voru eftir að maðurinn með buffið henti öllu í ruslið. Við færslu sína á Facebook skrifaði hann athugasemdir sem hann heyrði við athöfnina. Hér eru dæmi: