Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ástríðuglæpur í Ameríku – Ömurleg örlög Axelínu Þorgrímsdóttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Axelína Þorgrímsdóttir óttaðist mann sinn, hinn enska Boyd T. Read en þau höfðu þá verið gift í aðeins tvo mánuði. Boyd var mjög afbrýðisamur maður og var svo komið að Axelína flúði í faðm foreldra sinna. En brátt var Boyd mættur öskuillur fyrir utan heimili tengdaforeldra sinna, með byssu í hönd.

Árið var 1914 en hin 26 ára Axelína bjó í Seattle í Bandaríkjunum en þar bjuggu foreldrar hennar einnig, þau Þorgrímur Arnbjarnarson og Solveig en föðurnafn hennar er ókunnugt.

Eiginmaður Axelínu, Boyd, mætti sem sagt fyrir utan heimili tengdaforeldra sinna, sá eiginkonu sína í gegnum rúðu í húsinu, beindi byssu sinni að henni og hleypti af. Eftir það snéri hann byssu sinni að sjálfum sér og tók í gikkinn. Axelína og Boyd létust bæði af sárum sínum.

Tveir fjölmiðlar fjölluðu um málið á Íslandi, Lögrjetta og Vísir en hér fyrir neðan má lesa frásögn þeirra af morðinu.

Lögrjetta

Íslensk kona myrt

- Auglýsing -

Lögb. frá 7. f. m. skýrir frá því, að 24. apríl hafi íslensk kona verið myrt í Seattle í Bandaríkjunum af manni sinum. Konan hjet Alexína og var í heimsókn hjá foreldrum sínum, en maðurinn sendi henni skot inn þangað um glugga og skaut síðan sjálfan sig þegar á eftir. Hann var enskur og hjet Boyd T. Read. Þau voru gift fyrir 2 mánuðum og hann hafði verið hræddur um hana. Hún var 26 ára gömul og hann 32. Foreldrar hennar heita Þorgrímur Arnbjarnarson og Solveig, sögð myndarleg hjón.

Vísir

Íslensk kona myrt

Það bar til í Seattle 24. apríl, að ung íslensk kona, Axelina að nafni, var myrt af eiginmanni sínum heima hjá foreldrum hennar. þau hjón höfðu verið gift í tvo mánuði. Maðurinn, Read að nafni, var fádæma afbrýðisamur og foreldrar konunnar höfðu því tekið hana heim til sín. Read fór heim að húsi þeirra seint um kveldið þennan dag og skaut konu sína inn um gluggann, en sjálfan sig á eftir. Foreldrar hinnar myrtu konu heita Solveig og þorgrímur Arnbjarnarson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -