Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Emi blöskrar verðlagið á Íslandi: „Seldu úr þér vinstra nýrað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Smá áminning áður en þú ferðast til Ísland: Seldu úr þér vinstra nýrað. Seldu bæði nýrun … og hjartað, sálina, bara allt áður en þú kemur,“ segir Emi Gibson, breskur ferðamaður, sem deildi reynslu sinni af íslensku verðlagi á samfélagsmiðlinum TikTok.

„100 pund fyrir strætómiða [innsk. blm. u.þ.b. 17 þúsund krónur] 4 pund til að nota salernið [innsk. blm. u.þ.b. 700 krónur] 5 pund fyrir fjórar sneiðar af vatnsmelónu [innsk. blm. u.þ.b. 870 krónur] 7 pund fyrir vatnsflösku [innsk. blm. u.þ.b. 1.200 krónur] 17 pund fyrir túbu af Pringeles [innsk. blm. u.þ.b. 3.000 krónur] 35 pund fyrir eina kjúklingabringu úr matvöruverslun [innsk. blm. u.þ.b. 6000 krónur],“ segir Emi í andköfum frá baðherbergi hótelsins.

Hún dregur því næst fram bakka af kremum og krukkum og spyr:

„Nei sko, sjáið þetta í baðherginu. Lítill krúttlegur bakki af því sem venjulega er ókeypis. Er þetta ókeypis? Eða er þetta 40 pund á krukku? [innsk. blm. u.þ.b. 7000 krónur]“, ljóst er á upptökunni að Emi er ekki skemmt og ber verðlagi Íslands ekki góða söguna. Tæplega 200.000 manns hefur horft á myndbandið, þegar þetta er skrifað.

Hér að neðan má sjá myndskeið hennar í heild:

@4emiz♬ original sound – emi *ੈ✩‧₊˚

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -