Elísabet Kristín Jökulsdóttir heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastaði ásamt fjölskyldu sinni.
Rithöfundurinn, skáldið og þjóðargersemin Elísabet Kristín Jökulsdóttir, segir frá því á Facebook að hún hafi farið í heimsókn með fjölskyldu sinni á Bessastaði. Þar afhenti Elísabet forsetanum gjöf fyrir bókasafn Bessastaða en það voru bænabækur en Guðni fékk eitt eintak líka.
Færsluna má lesa hér:
„Við fjölskyldan fórum í heimsókn á Bessastaði til að hitta okkar ástkæra forseta og skoða okkur um, hér er ég að afhenda honum gjöf í bóksafni Bessastaði, bænabækur, eina fyrir hann og aðra fyrir bókasafnið. Ógleymanleg og fögur stund, full af góðri orku. Við ræddum Saknaðarilm og Unni Ösp, fótbolta, Stjörnuna, íþróttalíf á Álftanesi, útivist og Hraundranga, um framtíð forsetans. Og við fengum að heyra um sögu Bessastaða.“