Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Earl knúði dyra hjá Albertsson fjölskyldunni í Vancouver: Pétur kom til dyra og mætti örlögum sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 29. janúar 1953 var bankað á dyr að heimili Albertsson fjölskyldunnar í Vancouver en þar bjó Vestur-Íslendingurinn Pétur Albertsson. Sá sem bankaði hafði ekki í hyggju neina kurteisisheimsókn.

Maðurinn sem knúði dyra hjá Albertsson fjölskyldunni var hinn 63 ára Earl David Haworth. Þegar Pétur opnaði dyrnar skaut Earl hann samstundis svo af hlaust dauði. Hvergi kemur fram í gömlum fréttum af hverju Haworth drap Pétur en fram kemur að hann hafi verið „sakaður um morðið“ sem sennilega þýðir að hann hafi verið ákærður.

Alþýðublaðið sagði frá málinu árið 1953:

Vestur-íslendingur myrtur í Vancouver.

ÞANN 29. janúar s.l. gerðist sá hörmulegi atburður, að íslenzkur maður, Pétur Albertsson, 44 ára að aldri, var skotinn til dauðs á heimili sínu í Vancouver; hinn látni var ættaður frá Gimli og lætur eftir sig aldurhniginn föður, Helga, og tvo bræður, Aibert að Pine Falls og Björgvin við Árnes, auk ekkju sinnar og barna. Atburður þessi gerðist með þeim hætti, að maður að nafni Earl David Haworth, 63 ára, drap á dyr að heimili Albertson fjölskyldunnar, húsráðandi kom til dyranna og var þá samstundis skotinn í hel. Mr. Haworth hefur verið sakaður um morðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -