Ökumaður ók bifreið sinni á 150 km/klst hraða innanbæjar og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Að endingu mátti ökumaðurinn játa sig sigraðan eftir að hafa ekið bifreið sinni yfir umferðareyju og hún óökufær eftir atvikið. Lögregla grunar ökumanninn um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann er nú vistaður í fangageymslu uns ástand hans skánar og hægt verður að ræða við hann.
Tilkynning barst vegna líkamsárásar í Efra-Breiðholti. Einn var með áverka og var því fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Lögreglunni barst tilkynning frá slysadeild Landspítala. Um var að ræða einstakling sem lét með öllu ófriðlega. Ekki er vitað frekar um eftirmála.
Tilkynnt var um umferðarslys í Árbænum. Minniháttar meiðsli var á fólki. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann er nú vistaður í fangageymslu lögreglu uns ástand hans skánar og hægt verður að ræða við hann.
Lögregla mátti aðstoða starfsfólk veitingastaðar í 108 Reykjavík. Vegna unglingaklíku sem neituði að yfirgefa staðinn.