Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Meintur flugdólgur með Icelandair sver af sér sakir: „Ég er aðeins sekur um að syngja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er aðeins sekur um að syngja en var ekki með nein leiðindi. Ég hafna því algjörlega að vera flugdólgur,“ segir maður sem Bjarni Ákason viðskiptamaður lýsti sem flugdólgi í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn á dögunum.

Bjarni lýsti því á Facebook að maðureinn hefði verið til ófriðs í vélinni og gólað eins og kona. Umræddur maður hafði samband við Mannlíf og sagði að rangt væri farið með í lýsingu Bjarna. Hann viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum áfengis en sagðist muna allt sem gerðist.

Ég á við áfengisvandamál að stríða

„Ég var miður mín eftir að hafa lesið frásögn Bjarna Ákasonar. Þetta á ég ekki skilið. Ég á við áfengsivandamál að stríða en er alla jafna kurteis og almennilegur. Ummæli Bjarna Ákasonar lýsa því einu að hann er athyglissjúkur,“ segir maðurinn.

Hann segist hafa lent í ógöngum á Ítalíu áður en til flugferðarinnar umræddu kom.

„Ég var í fangelsi í fjóra daga á Ítalíu og var sendur til Þýskalands en fékk ekki að fljúga heim með Lufthansa. Ég fékk því flug til Danmerkur og þaðan til Íslands með Icelandair,“ segir maðurinn.

Eftir að Mannlíf sagði frétt af málinu fjallaði vefmiðillinn Vísir um málið þar sem vitnað var í pílukastarann Harald Egilsson, sem var í sama flugi og sagði frásögnina vera ýkta. Þá taldi hann að hinn meinti flugdólgur hefði verið í geðrofi og fólk ætti að sýna skilning við þær aðstæður.

- Auglýsing -

„Það er rangt að ég hafi verið í geðrofi. Ég var undir áhrifum áfengis en man allt sem gerðist í fluginu,“ segir hann.

Lögreglan mætti um borð eftir lendingu í Keflavík. Maðurinn var ekki handtekinn og fékk að fara frjáls ferða sinna.

„Mér fannst verst að lesa þessa lýsingu vegna mömmu minnar sem spurði hvort ég hefði hagað mér eins og þarna var lýst,“ segir farþeginn.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -