Sólin lætur sjá sig um allt land um komandi helgi, ef litið er til veðurspár Veðurstofu Íslands. Veðrið í dag og á morgun verður að mestu óbreytt til samamburðar við síðastliðna daga. Er því óhætt að fullyrða að helgin bjóði upp á ágætis útivistarveður í flestum landshlutum.
„Dægursveiflan er farin að hafa þokkaleg áhrif á hitastigið og þar sem sólar nýtur munu menn finna góðan yl, þótt hitamælarnir séu nú ekkert að hlaupa mikið upp á við. Morgundagurinn verður að auki kaldari en dagurinn í dag. Kaldur fyrripartur á sunnudag en þykknar upp með úrkomu og hlýnandi veðri um kvöldið vestantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu í dag eru:
„Norðan- og norðaustan 10-18 m/s og éljum og skafrenningi norðvestantil í fyrstu, en dregur síðan úr vindi og úrkomu. Annars mun hægari og skýjað með köflum, en dálítil él á víð og dreif.
Norðan 5-13 í dag, en hvassari á stöku stað. Éljagangur fyrir norðan og austan, en annars víða léttskýjað. Hiti kringum frostmark.
Heldur hægri á morgun, minnkandi éljagangur fyrir norðan og herðir frost.“