Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, segir áform öfgahægri ríkisstjórn Benjamins Netanyahu, vera allsherjar stríð á svæðinu og „hreinsa“ Ísrael algjörlega af Palestínumönnum.
Fjórtándi forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, skrifaði grein í ísraelska fréttamiðilinn haaretz.com þar sem hann heldur því fram að núverandi forsætisráðherra landsins, Benjamin Netanyahu og öfgahægri ríkisstjórn hans, ætli sér að losa sig algjörlega við Palestínumenn og að árásirnar á Gaza sé aðeins byrjunin. Í greininni segir hann meðal annars: „Lokamarkmið þessarar klíku er að „hreinsa“ Vesturbakkann af palestínskum íbúum þess, hreinsa Musterishæðina af múslímskum tilbiðjendum sínum og innlima svæðin inn í Ísraelsríki. Þessu markmiði verður ekki náð nema með víðtækum ofbeldisfullum átökum. Harmageddon.“
Ehud Olmert var forsætisráðherra Ísraels frá 2006 til 2009 en varð að segja af sér vegna spillingahneiklis og varð fyrsti forseti landsins til að fá fangelsisdóm árið 2015 en það var fyrir mútumál.