Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þrír íþróttanemar Wyoming-háskólans létust í bílslysi: „Haldið fjölskyldum þeirra í hjörtum ykkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír meðlimir í sund- og köfunarteymi Wyoming-háskólans létust í bílslysi í norðurhluta Colorado 22. febrúar.

Háskólinn segir fórnarlömb slyssins vera þau Carson Muir, sem var nýliði í kvennaliðinu en hún var 18 ára nemi í dýra- og dýralækningafræði, frá Birmingham, Alabama, og liðsmenn í karlaliðinu, hinn 19 ára Charlie Clark, sem var á öðru ári í sálfræði, frá Las Vegas og hinn  21 árs gamli Luke Slabber en hann kom frá Höfðaborð í Suður-Afríku og nam byggingastjórnun við háskólann.

Auk hinna látnu nemenda, slösuðust tveir liðsmenn þeirra, 20 ára og 21 árs, einnig og voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.

Viðbragðsaðilar voru kallaðir til vegna bílslyss þar sem Toyota RAV4 bifreið ók af þjóðvegi 287 í Larimer sýslu, að því er fram kemur í yfirlýsingu lögreglunnar í Colorado. Bifreiðinni var ekið á suðurleið en hún fór út af vinstri ölx og fór fjölmargar veltur.

Þá kom fram í yfirlýsingu lögreglunnar að ekki sé talið að nemendurnir hafi verið að ferðast á vegum skólans er slysið varð en enn er verið að rannsaka málið.

„Hugur minn og bænir eru hjá sund- og köfunarnemum okkar, íþróttamönnum, þjálfurum, fjölskyldum og vinum,“ sagði frjálsíþróttastjóri Wyoming-Háskólans, Tom Burman í yfirlýsingu í gær. „Það er erfitt að missa meðlimi í Wyoming-háskólafjölskyldunni okkar og við syrgjum þessa íþróttanema. Við höfum ráðgjafarþjónustu í boði fyrir nemendur, íþróttanema og þjálfara á þessum erfiðu tímum.“

- Auglýsing -

Sund- og köfunardeildin í Wyoming heiðraði einnig Muir, Clark og Slabber eftir banaslysið og deildu mynd af þeim þremur á Instagram síðu með yfirskriftinni „Haldið fjölskyldum þeirra, vinum og liðsfélögum í hjörtum ykkar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -