Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

„Það er bara verið að ala upp fleiri sjúklinga með þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskyldur trans barna og ungmenna eru í uppnámi vegna niðurskurðar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Frá áramótum hefur ekki verið hægt að halda úti trans-teymi, sem gegnir því lykilhlutverki að gera trans ungmennum kleift að komast á lyf vegna hormónastarfsemi, þegar kynþroski knýr dyra. Þetta gengur þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði. „Það er bara verið að ala upp fleiri sjúklinga með þessu,“ segir foreldri trans stúlku um þá stöðu sem upp er komin. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis, átröskunar eða sjálfsvígshættu.

Þrjár mæður trans stúlkna segja að fréttirnar hafi verið mikið áfall fyrir ungmennin og fjölskyldur þeirra, en 48 trans börn og ungmenni nýta sér þjónustu BUGL. Það er tíundi hluti skjólstæðinga deildarinnar.

„Það eru rosalega mörg börn að keppa við tímann vegna kynþroskans. Sumir foreldrar hafa þurft að vakta börnin sín vegna þunglyndis, átraskana eða sjálfsvígshættu,“ segir viðmælandi Mannlífs.

Lestu viðtalið við mæðurnar þrjár í Mannlífi sem kemur út á morgun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -