Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Hermaður kveikti í sér fyrir framan sendiráð Ísraels: „Verð ekki lengur samsekur í þjóðarmorði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hermaður í flugher Bandaríkjanna kveikti í sér fyrir framan ísraelska sendiráðið í Washington DC, í mótmælaskyni vegna þjóðarmorðsins á Gaza.

Maður að nafni Aaron Bushnell, sem starfaði í bandaríska flughernum, lést á sjúkrahúsi eftir að hafa kveikt í sér fyrir framan sendiráð Ísraels í Washington DC í gærmorgun. Það gerði hann í mótmælaskyni vegna þjóðarmorðs Ísraela á Palestínumönnum.

Bushnell hafði fyrr um morguninn sent fréttamiðlum tilkynningu um að hann myndi „framkvæma öfgafullt mótmæli“ sem hann myndi sýna í beinni á streymissíðunni twitch. Í myndskeiðinu sést hann ganga í átt að sendiráðinu og segja: „Ég er virkur meðlimur bandaríska flughersins og ég verð ekki lengur samsekur í þjóðarmorði.“

„Ég er að fara að taka þátt í öfgafullri mótmælaaðgerð,“ segir hann svo rólega og gengur niður götuna. „En miðað við það sem fólk hefur upplifað í Palestínu af hendi nýlenduherra sinna, þá er það alls ekki öfgafullt. Þetta er það sem valdastéttin okkar hefur ákveðið að verði eðlilegt.“

Hermaðurinn stillir svo upp myndavélasímanum upp og gengur að grindverki sendiráðsins og hellir yfir sig eldfimum vökva en á í svolitlum erfiðleikum með kveikjarann. Öryggisvörður spyr hvort hann geti aðstoðað hann en svo kviknar í Bushnell. Kemur þá að leyniþjónustuaðili og beinir að einhverjum undarlegum ástæðum byssu að hinum brennandi hermanni. Öryggisvörðurinn segir við þann aðila að hann þurfi fleiri slökkvitæki en ekki byssur, og byrjar að spreyja úr slökkvitæki sem hann hafði, á Bushnell, sem hafði þá hnegið niður. Á meðan Bushnell brann, hrópaði hann ítrekað „Frjáls Palestína!“

Var hann fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.

- Auglýsing -

Myndskeiðið af mótmælunum má sjá hér að neðan. Lesendur eru varaðir sérstaklega við því að horfa á það, því þó að það sé búið að gera versta kaflann óskýran, er myndefnið afar erfitt áhorfs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -