Hið íslenzka reðasafn mun opna á Hafnartorginu innan nokkurra mánuða. Þessu er sagt frá á vef Vísis. Safnið er núna til húsa á Laugavegi 116 en í frétt Vísis er haft eftir safnstjóranum Hirti Gísla Sigurðssyni að það húsnæði standi tæplega lengur undir starfseminni.
Húsnæðið við Laugarveg 116 er 590 fermetrar og skiptist í 250 fermetra verslunarhúsnæði og 340 fermetra kjallara.
Nýja húsnæðið mun þá vera um 700 fermetrar. Á Vísi segir að umrætt húsnæði sé í kjallara undir fataversluninni H&M.
Þess má geta að Hið Íslenzka Reðasafn er orðið ansi stórt og mikið og telur nú 217 reði og reðurhluta er fram kemur á vef safnsins.