„Í dag fékk ég að vera vitni að ólýsanlega fallegri stund þegar móðir endurheimti börnin sín bókstaflega úr helju, þar á meðal einn drenginn sinn sem særðist í árás Ísraelshers og var hætt kominn, en er allur að braggast eftir að komast út af Gaza.“ Þannig byrjar falleg Facebook-færsla Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur en í gær komu þrjár fjölskyldur til landsins frá Gaza, eftir að íslenskir sjálfboðaliðar komu þeim hingað. Með færslunni fylgdi myndskeið sem fangaði þá yndislegu stund er fjölskyldan sameinaðist á ný.
Salvör hélt áfram:
„Með henni á Íslandi var sjö ára dóttir hennar sem var að hitta föður sinn og systkini í fyrsta skipti síðan hún var tveggja ára. Hinar tvær fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag voru með undurfögur ungabörn, annað þeirra hefur ekki viljað skilja við fang móður sinnar síðan það komst út úr sprengjuregninu á Gaza. Þetta eru manneskjur, fallegar manneskjur, sem vilja ekkert annað en öruggt og gott líf, sem þeim býðst einfaldlega ekki í sínu heimalandi akkúrat núna.“
Að lokum birti Salvör bankaupplýsingar fyrir söfnun Solaris, svo hægt sé að bjarga fleirum mannslífum á Gaza. Neðst í fréttinni má svo sjá hina fallegu fjölskyldusameiningu.