Vilhjálmur Bretaprins afboðaði komu sína á stóran viðburð á síðustu stundu vegna „persónlegra mála.“
Prinsinn átti að vera viðstaddur minningarathöfn um Konstantín heitinn, konung Grikkja, í Windsor-kastala í dag, ásamt Kamillu drottningu og fleirum úr bresku konungsfjölskyldunni, auk meðlima grísku konungsfjölskyldunni, en hætti við á síðustu stundu, vegna „persónulegra mála.“
Breski fréttamiðillinn Mirror segir ástæðuna virðast ekki tengjast eiginkonu Vilhjálms, Katrínu, sem er að jafna sig eftir kviðarholsaðgerð. Heimild miðilsins sagði: „Prinsessan af Wales heldur áfram að ganga vel.“
Afboðunin þýddi að Kamilla drottning fór fremst meðal jafningja í minningarathöfninni en Konstantín, síðasti konungur Grikklands, var náinn vinur Karls III og guðfaðir Vilhjálms. Karl III, sem er í miðri krabbameinsmeðferð, sá sér ekki heldur fært að mæta í athöfnina. Konungurinn, sem er 75 ára, greindist nýlega með ótilgreinda tegund af krabbameini, og hefur ekki getað sinnt opinberum störfum sínum síðan.