Húsráðandi í miðbænum vaknaði rúmlega tvö í nótt við það að ókunnugur karlmaður hafði komið inn um svaladyrnar hjá honum. Maðurinn réðst að húsráðanda sem hlaut nokkra sjáanlega áverka. Maðurinn komst undan, en lögregla hefur nokkrar vísbendingar og er málið í rannsókn.
Rúmlega átta í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í hverfi 105, óljóst er hverju var stolið. Að verða eitt í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í hverfi 101. Sakborningur var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.
42 mál voru bókuð í dagbók lögreglunnar frá klukkan 17 til fimm í nótt.
Rúmlega fjögur í gærdag barst lögreglu tilkynning um bílveltu en árekstur hafði orðið milli tveggja bifreiða og hafnaði önnur bifreiðin á toppnum. Engin slys urðu þó á ökumönnum en fjarlægja þurfti báðar bifreiðar með kranabifreið.