Björn Birgisson segir að Sjálfstæðismenn séu orðnir hræddir við þjóðina.
Í gær sagði Mannlíf frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi í einhverjum tilfellum annast öryggisgæslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ferðum þingmanna og ráðherra flokksins um Ísland í kjördæmavikunni. Lögreglan sagði ástæðuna vera þá að ráðherrar voru með í ferðinni og að mat lögreglunnar hafi verið það að auka þyrfti gæsluna.
Grindvíski samfélagsrýnirinn skrifaði Facebook-færslu þar sem hann spyr spurningar og svarar henni sjálfur. „Hvers vegna eru Sjallar að biðja Sérsveitarmenn að vernda ráðherrana sína og þingmenn? Svarið liggur í augum uppi.“ En hvað er svarið, samkvæmt Birni? „Um 80% þjóðarinnar eru komin alvarlega upp á kant við flokkinn, svo alvarlega að stutt er í róttæk mótmæli og jafnvel ofbeldi.“
Að lokum segir Björn að Sjálfstæðismenn séu orðnir hræddir. „Nokkur sýnishorn af því hafa verið að birtast og Sjallar eru augsýnilega orðnir hræddir við þjóðina.“