Fæðingartíðni hefur lækkað mikið á Norðurlöndum undarfarinn áratug og er nú í sögulegu lágmarki í Noregi, Finnlandi og á Íslandi.
Mbl greinir frá þessu og vísar þar í State of the Nordic Region, nýja skýrslu frá Norrænu ráðherranefndinni sem Nordregio tók saman. Þar kemur fram að að fæðingartíðni á Íslandi, sem hafi lengi verið með þeim hæstu í Evrópu, hafi fallið hratt frá árinu 2009. Þá hafi hún verið að meðaltali 2,2 börn á hverja konu, en hafi verið aðeins 1,7 börn á hverja konu að meðaltali á síðasta ári.
Á Mbl er bent á að þetta megi aðallega rekja til þeirrar þróunar að konur eignast sitt fyrsta barn mun seinna en áður. Fæðingartíðni hafi verið hæst meðal kvenna á aldrinum 25–29 ára árið 1990, nú sé tíðnin hæst í aldurshópnum 30–34 ára.
Á Mbl er jafnframt bent á að þrátt fyrir þetta hafi fólki fjölgað hlutfallslega langmest á Íslandi af norrænu löndunum á árunum 1990 til 2019 eða um 40,7 present. Noregur fylgi þar á eftir með tæplega 26 prósenta fjölgun. Finnum fjölgaði aðeins um 10,9 prósent á sama tíma og Grænlendingum um 0,8 prósent. Heildarfólksfjölgun á Norðurlöndum frá 1990 er 18 prósent.