Lögreglan telur sig vita hvað hvað gerðist er sex ára dreng var ráðinn bana á heimili sínu í Kópavogi í lok janúar.
Samkvæmt frétt RÚV, segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að lögreglan telji sig hafa nokkuð greinilega mynd af því sem gerðist en neitar að segja hvort játning liggi fyrir. Móðir piltsins var handtekin á vettvangi en gæsluvarðhald yfir henni rennur út á mánudaginn en lögreglan ætlar að fara fram á framlengingu.
Verjandi konunnar, Eva Dóra Kolbrúnardóttir, segir í samtali við fréttastofu RÚV, að konan muni samþykkja kröfu lögreglu um framlengingu á gæsluvarðhaldinu. Að öðru leyti vildi Eva Dóra ekki tjá sig um málið. Samkvæmt RÚV er reglan sú að gefa þurfi út ákæru er sakborningur hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur.
Móðirin bjó með drengnum og 11 ára bróður hans, í Kópavogi en faðir drengjanna býr einnig hér á landi en á öðrum stað. Fjölskyldan hefur búið hér í um fjögur ár og hafa alþjóðlega vernd.