- Auglýsing -
Embætti forseta Íslands er skráð sem alifuglarækt á fyrirtækjasíðu skattsins. Þar kemur fram að atvinnugreinaflokkun Forseta Íslands er almenn stjórnsýsla og löggjöf, en ef rýnt er í lið virðisaukaskattsnúmersins sem skráð var 1. janúar 2001 ber að sjá að aðalflokkun ÍSAT númers embættisins er alifuglarækt.
Árið 2001, er skráningin hefur verið gerð, var Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýðveldisins.
Reynt var að hafa samband við fjölmiðlafulltrúa Forsetaembættisins við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.