Fjórar tilkynningar vegna innbrota í Miðborginni bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrri hluta dags. Í einu tilvikanna voru höfðu munir verið teknir sem skildir voru eftir í læstu rými kvöldinu áður. Í öðru tilviki hafi fingralangur haft með sér tæki og tölvubúnað. Málin eru til rannsóknar lögreglu.
Klukkan rúmlega hálf sex í morgun kemur einstaklingur á lögreglustöðina á Hverfisgötu og tilkynnir þjófnað á munum í hans eigu. Brotaþoli kvaðst þekkja meintan geranda. Málið í rannsókn.
Lögreglustöðinni í Garðabæ barst tilkynning vegna aftanákeyrslu. Var annar ökumannanna grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja. Ökumaður var sviptur ökuréttindum þess auki var hann eftirlýstur í kerfi lögreglu. Hann var handtekinn og vistaður í fangklefa, þar sem hann svaf úr sér. Honum var sleppt lausum að yfirheyrslu lokinni.
Tilkynnt um grímuklædda aðila að skemma bifreið, til lögreglustöðvarinnar í Garðabæ og Hafnarfirði. Lögregla fór á vettvang og er málið í rannsókn.
Lögreglan í Grafavogi, Árbæ og Mosfellsbæ stöðvaði fimm ökumenn sem grunaður voru um akstur undir áhrigum ávana- og fíkniefna. Einn þeirra var jafnframt kærður fyrir notkun farsíma við akstur og einnig fyrir það að aka bifreið án ökuréttinda. Sá var laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.
Þá var skráningarmerki fjarðlægð af fimmtán bifreiðum sökum vanrækslu á aðalskoðun og hluti ökutækjanna ótryggð.