„Ég reyndi að taka samtalið en var blokkaður um leið,“ skrifar Frank Arthur Blöndal Cassata í opinni færslu í hópnum; Sniðganga fyrir Palestínu – BDS Ísland. Frank vísar í skilaboð sem hann sendi söngkonunni Heru Björk, í kjölfar viðbragða hennar við athugasemd á síðu söngkonunnar.
Frank vitnar í að Hera hafi sagt vera óhrædd við að taka samtalið.
„Ég viðurkenni að ég var MJÖG hikandi við að senda þetta á hana. En eftir að hún setti „hjarta“ á comment sem gerði lítið úr Bashar þá tók ég þá ákvörðun að mér þætti að hún þyrfti að taka ábyrgð á þeirri stöðu sem hún valdi að koma sér í, og standa við að vera tilbúin að „taka samtalið“.
Athugasemdakerfið
Frank Arthur er spurður í athugasemdakerfinu hvaða skilaboð Hera ku hafa líkað við sem voru niðrandi í garð Bashars.
Eru skilaboðin frá Lee Williscroft- Ferris sem segir upp á enska tungu:
„Þetta er rétt ákvörðun, Hera, þó svo að við vitum öll að Rúv hefur komið því þannig fyrir að Bashar Murad (sem fór í Bandarískan skóla fyrir Gyðinga) muni sigra, sem hefur þá þýðingu að Ísland þurfi ekki að draga sig úr keppni OG vonar að þeir fá samhyggðar-atkvæði frá anti-Ísraelískum lobbí-istum. Þetta er örvæntingafullt og tortryggilegt.“
Færslan hefur vakið talsverð viðbrögð meðal fylgjenda hópsins og hafa þó nokkrir aðrir fylgt fordæmi Franks Arthurs og sent Heru Björk skilaboð. Aðrir eru mótfallnir að send séu skilaboð á persónulega síðu Heru Bjarkar en ekki á síðu söngkonunnar, þar sem viðbrögðin voru gerð.
Hér að neðan má sjá umrædda færslu Heru Bjarkar: