Unglingar létu öllum illum látum í skemmtigarði í Bandaríkjunum um síðustu helgi.
Gestir í skemmtigarðinum Six Flags í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum urðu vitni að skelfilegum hópslagsmálum í garðinum laugardagskvöldið 2. mars en var þetta opnunarkvöld skemmtigarðsins. Lögregluyfirvöld á svæðinu segja að 500-600 unglingar hafi verið með uppþot sem hafi þróast yfir í hópslagsmál milli unglingana og urðu aðrir gestir mjög óttaslegnir. Öryggisverðir staðarins gátu ekki róað hópinn og hringdu því í lögreglu.
Þegar lögreglan mætti á svæðið elti hún hóp af ungmennum úr garðinum og hófst þá skotbardagi milli lögreglunnar og hópsins sem hún elti. Að sögn lögreglu voru margir í hópnum sem skutu á lögregluna og svaraði hún í sömu mynt. Eitt 15 ára ungmenni var skotið og liggur nú þungt haldið á sjúkrahúsi.
Stjórnendur skemmtigarðsins hafa fordæmt hegðun unga fólksins og sagt að svona hegðun sé ekki í boði í garðinum.
Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér.