Sögð hljóma eins og Mikki Mús.
Viðtal við hollensku hlaupadrottninguna Femke Bol fer nú eins og eldur um sinu á internetinu en ástæðan er sú að hún er sögð vera með rödd sem svipar mikið til Mikka Mús. Bol er ein fremsta íþróttamanneskja Hollands í dag og sérhæfir hún sig í 400 metra hindrunarhlaupi en hún hefur verið sú talin besta í þess konar hlaupi undanfarin fjögur ár.
Vann hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Tokyo árið 2020 og til tvennra gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í Búdapest í fyrra. Viðtalið sem hefur vakið svo mikla athygli netverja var tekið í tilefni þess að hún setti hollenskt met í 4×400 metra boðhlaupi sem fór fram um helgina í Glasgow.
Ekki allir eru sáttir við að netverjar séu að hæðast að þessari frábæru íþróttakonu og sagði einn aðdáandi hennar: „Hún á betra skilið“
I swear if you close your eyes, you could convince yourself Mickey Mouse has just broken the 400m indoor world record for Netherlands… pic.twitter.com/GyEbYSYn3H
— Bairdric (@Bairdric1) March 3, 2024