Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur fengið mikinn byr í seglin þótt formlega séð hafi hann ekki gefið kost á sér í slaginn um embætti forseti Íslands. Gunnar Helgason rithöfundur stofnaði Facebook-síðu, Baldur á Bessastaði, til stuðnings Baldri sem um 12 þúsund manns láta sér líka. Í framhaldinu var birt skoðanakönnun sem sýnir yfirburði Baldurs ef hann gefi kost á sér. Leiða má líkum að því að þarna sé á ferð vel undirbúin og hönnuð atburðarás sem endar þá væntanlega með framboði Baldurs á grunni eftirspurnar. Athyglisvert er að þeir sem þegar hafa lýst yfir framboði njóta sáralítils stuðnings í umræddri könnun og mega sín einskis gegn breiðfylkinbgu Baldurs. Yfirburðir Baldurs ráðast þannig af framboðum sem ekki heilla kjósendur.
Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur lýst yfir stuðningi sínum við Baldur með því eina skilyrði – að kosningarnar fari ekki fram í gegnum RÚV-appið sem er orðið frægt af endemum. Þetta er að líkindum nett skot á Felix Bergsson, maka Baldurs, sem er einn af innstu koppubum í búri Ríkisútvarpsins þar sem Eruvison er annars vegar …