Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Bandarískur fjárfestir telur sig hafa fjárfest í Taramar á röngum forsendum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandarískur fjárfestir hefur stefnt íslenska sprotafyrirtækinu Taramar ehf, sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lífrænum húðvörum. Viðskiptablaðið greinir frá.

Þar kemur fram að maðurinn telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna rangar upplýsingagjafar við fjárfestingu hans í félaginu. Hann mun hafa sett rúmlega 1,5 milljónir Bandaríkjadollara, í félagið.

Taramar ehf. var stofnað árið 2010. Á vef Taramar kemur fram að húðvörur fyrirtækisins hafi þann eiginleika „að draga úr sjáanlegum áhrifum öldrunar og eru fullkomlega hreinar og öruggar. Vörurnar byggja á lífvirkum efnum úr sjávarfangi og læknajurtum.“

Maðurinn sem stefnir Taramar, Paul Michael Farmwald, heldur því fram að stofnandi Taramar, Dr. Guðrún Marteinsdóttir, hafi veittar misvísandi upplýsingar um félagið og vörurnar sem það framleiðir.

Framwald heldur því fram að hann hafi fjárfest í félaginu á röngum forsendum og orðið fyrir tjóni með fjárfestingu sinni í félaginu.

Í frétt VB segir að Farmwald fari nú fram á að Guðrún beri óskipta ábyrgð á því fjárhagslega tjóni sem hann telur sig hafa orðið fyrir. Forsvarsmenn Taramar halda því hins vegar fram að honum hafi aldrei verið veitt rangar upplýsingar og að hann hefði átt að gera sér grein fyrir áhættunni sem fylgir því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -