Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ísland í frjálsu falli á lista veðbankanna – Ísrael líklegra til að sigra Eurovision

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland hefur hrapað niður lista veðbanka yfir líklega sigurvegara Euvovision 2024.

Seint í janúar var Íslandi spáð sigri í Eurovision 2024 sem fer fram í Malmö í maí. Þá var ekki enn orðið ljóst hver myndi taka þátt fyrir hönd Íslands en eftir að það spurðist út að Palestínumaðurinn Bashar Murad væri mögulega einn af keppendum Söngvakeppni sjónvarpsins, jukust sigurlíkur Íslands svo um munaði og 26. janúar tróndi landið á topp lista helstu veðbankanna.

Eftir því sem fleiri sigurvegarar undankeppna litu dagsins ljós, færðust sigurlíkurnar örlítið niður en að morgni laugadagsins síðastliðna, var Íslandi spáð þriðja sætinu en Króatíu var spáð sigri og Úkraínu öðru sætinu.

Eftir að í ljós kom að Hera Björk Þóhallsdóttir hefði borið sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins síðastliðinn laugardag, hefur Ísland verið í frjálsu falli á lista veðbankanna. Nú er svo komið að Íslandi er spáð 14 sæti keppninnar en enn er talsvert langt í hana og því enn möguleiki fyrir Heru Björk að rísa ofar á listanum, nú eða hrapa lengra.

Athygli vekur að Ísrael er talsvert ofar Íslandi á listanum, eða í 8. sæti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -