Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Þórdís hættir sem bæjarstjóri Vesturbyggðar – Vill vera nær börnum sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórdís Sif Sigurðardóttir, hættir sem bæjarstjóri Vesturbyggðar í sumar.

Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Þórdís Sif Sigurðardóttir, hefur verið ráðin sem bæjarritari og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hjá Sveitarfélaginu Árborg, að því er fram kemur á vefsíðu Árborgar en bb.is sagði frá málinu í dag. Þórdís mun hefja störf hjá Árborg í júní.

Í gær greindi Þórdís frá því að hún hefði tilkynnt samstarfsfólki sínu hjá Vesturbyggð, að hún muni ekki gefa kost á sér í starf bæjarstjóra sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, eftir kosningarnar næsta sumar.

Segist hún vilja vera nærri börnum sínum sem búa bæði hjá föður sínum í Reykjavík. Hlakkar hún til að geta verið meira með þeim og gefið þeim meiri tíma á meðan þau þurfa á henni að halda.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -