En mælist landris vestan við Þorbjörn. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu og að áfram finnist stærstu skjálftarnir í hrinunni í grennd við Grindavík. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.
Með auknu eftirliti berast nú fleiri gögn í hús sem gefa skýrari mynd af þróun mála við Þorbjörn. Nýjasta GPS úrvinnslan sýnir áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um 3 cm frá 20. janúar.
Á vedur.is segir að erfitt sé að túlka breytingar út frá einstaka mælipunktum en með því að skoða meðaltal þéttari mælinga er greinilegt að landrisið er enn í gangi. Þar sem um er að ræða langtíma atburð þarf að fylgjast vel með mælingunum til lengri tíma til að átta sig betur á heildarferli jarðhræringanna.