Fréttir af lokun kvikmyndahússins Bíó Paradís á Hverfisgötu hafa vakið sterk viðbrögð. Ef marka má umræðuna um mögulega lokun bíósins á samfélagsmiðlum þá er margt fólk miður sín yfir fréttunum.
Síðan fréttir af framtíð bíósins bárust hefur margt fólk tjáð sig á samfélagsmiðlum og þá margir lagt til að allir leggist á eitt til að bjarga rekstrinum.
Ég mun taka svona “maður að tryllast í eldhúsinu og brjóta allt” ef Bíó Paradís lokar.
Þetta er fokking ömurlegt.— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 30, 2020
https://twitter.com/Cottontopp/status/1222831778924199936
BJÖRGUM BÍÓ PARADÍS 😭💔 https://t.co/bppxa5iS70
— Silja Björk (@siljabjorkk) January 30, 2020
„Framtíð húsnæðisins“ þýðir væntanlega að leigan er orðin óviðráðanleg og/eða til standi að leigja það undir eitthvað arðbærara. Sumum finnst kannski fínt að menningarstofnanir af þessu tagi séu svona háðar markaðnum en ég er ekki jafn sannfærður.https://t.co/gwglsYqxl0
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) January 30, 2020
Ömurlegt að Bíó Paradís lokar. Ég fór í bíó í gær og salurinn var fullur. Ég get ekki trúað því að reksturinn gangi ekki upp.
— Stefan Paunov (@stpaunov) January 30, 2020
Ég var að heyra að öllu starfsfólki Bíó Paradísar hefði verið sagt upp frá mánaðarmótum og til stæði að loka frá og með 1. maí næstkomandi. Ég vona svo sannarlega að borg og ríki taki sig saman og komi í veg fyrir að þetta gerist.
— 🆎 (@arnorb) January 30, 2020
Enda alveg tilvalið að byggja þarna fleiri 30fm stúdíóíbúðir sem kosta 60m sem enginn fokking vill eða bað um.https://t.co/daVq9I814q
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) January 30, 2020
Ég þekki tvær milljónir manneskja sem myndu kaupa áskrift eða árskort strax ef það yrði til þess að við björguðum Bíó Paradís. Getum við gert það? Plís? @bioparadis? https://t.co/1O2AqDbeS1
— Hildur ♀ (@hillldur) January 30, 2020
get sagt ykkur það að allt fólkið sem vill bjarga bíó paradís var ekki með mér í salnum um daginn á jay and silent bob reboot
— Tómas (@tommisteindors) January 30, 2020
Bíó Paradís er að loka og það er ykkur öllum að kenna.
— Atli Viðar (@atli_vidar) January 30, 2020
Jæks! Myndi kaupa árskort til að halda lífi í Bíó Paradís. #inaheartbeat
— Arnþór Snær (@arnthorsnaer) January 30, 2020
Fór fúll að sofa í gær eftir að ég fattaði að Strætó fokkaði upp strætókortinu sem eg pantaði hjá þeim, vaknaði síðan furious við fréttir af Bíó Paradís að loka!
Ég sem hélt að 2020 yrði geggjað ár :'(
— Ægir Máni (@aegirereg) January 30, 2020
Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020