Lögreglan rannsakar hvort Davíð Viðarson, Quang Lé, hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki til að koma þeim til landsins, segir í frétt á Vísi.is. Herma heimildir fréttastofunnar að til rannsóknar sé hvort fólk hafi þurft að greiða hluta launa sinna til baka til vinnuveitenda.
„Þá hafi fólkið greitt háar upphæðir til að komast til landsins. Upphæðir eins og átta milljónir króna hafa verið nefndar í þessu samhengi,“ segir í frétt Vísis.
Glufa í íslenska kerfinu hafi mögulega hafi verið nýtt þannig að þeir sem hafi komið hingað til lands hafi verið á svokölluðum sérfræðingaleyfum sem Vinnumálastofnun veitir útlendingum, til að sérstakra starfa. Fólkið hafi síðan ekki endilega starfað við þau störf, segir jafnframt í að heimilis Vísis hermi.
Sex í gæsluvarðhaldi
Davíð auk fimm annarra einstaklinga sæta nú gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á mansali. Ku Davíð hafa stórlega brotið á réttindum fólks sem fluttist til landsins frá Víetnam. Hlaupa meint fórnarlömb á fleiri tugum.
„Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsmanna, þar að segja svokallað vinnumansal,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofuna og bætir við.
„Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“
Vinnumansal
„Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi,“ útskýrir Grímur.