- Auglýsing -
Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna snjóflóðs sem féll í Móskarðshnúkum í Esjunni rétt fyrir hádegi.
Á vef RÚV kemur fram að talið sé að tveir hafi lent í flóðinu. Þar er haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að mikill viðbúnaður sé á svæðinu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi verið kallað út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út.