- Auglýsing -
Slys varð í Bláfjöllum í dag er fjórtán ára drengur féll um tíu metra úr skíðalyftu. Vankaðist hann við fallið.
Samkvæmt frétt RÚV barst lögreglu tilkynning um slysið klukkan 14:12 en tildrög slyssins eru ókunn, að sögn Valgarðs Valgarðssonar aðalvarðstjóra á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið.
Þegar drengurinn féll vankaðist hann en komst til meðvitundar stuttu síðar. Hlúið var að honum á vettvangi og stóð til að flytja hann á sjúkrahús. Vinnueftirlitið auk rannsóknarlögreglumanna mættu á vettvang til að rannsaka málið.