Lögmaður kvennanna sem hafa sakað auðkýfinginn Jeffrey Epstein um mansal og misnotkun segir konurnar vera afar ósáttar við Andrew Bretaprins. Þær hvetja Andrew til að aðstoða rannsakendur í máli Epstein en prinsinn og Epstein voru félagar og er sá fyrrnefndi talinn búa yfir mikilvægum upplýsingum.
Lögmaðurinn Lisa Bloom segir að nú sé kominn tími til að Andrew hætti að leika leikrit og geri það eina rétta í stöðunni sem sé að aðstoða yfirvöld við rannsókn málsins. Fjallað er um málið á vef The Guardian.
„Sjálfur er Andrew sakaður um kynferðislega misnotkun og varði einnig miklum tíma með Jeffrey Epstein,“ er meðal annars haft eftir Bloom.
Að sögn bandaríska saksóknarans Geoffrey S. Berman hefur Andrew verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. „Nú er kominn tími til að þeir sem búa yfir upplýsingum stígi fram og veiti svör,“ sagði Berman.
Sjá einnig: Virginia Giuffre óttast um líf sitt: „Margt vont fólk vill þagga niður í mér“