Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Samið um starfslok við Guðmund bæjarstjóra Ísafjarðar – Lætur þegar af störfum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem samanstendur af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokk, og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. Ástæða starfsloka er ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins og telja aðilar það sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ. Bæjarritari, sem er staðgengill bæjarstjóra, mun gegna starfinu þar til skýrist hvernig ráðningu á næsta bæjarstjóra verður hagað.

Guðmundur var ráðinn í ágúst árið 2018, en alls 13 sóttu um stöðuna.

Eyjan greindi fyrst frá, en Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, vildi ekki tjá sig um lengd eða upphæð starfslokasamningsins við Eyjuna. Þá sagði hann ekki búið að ákveða hvort starfið yrði auglýst að nýju.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -