Brynjar Níelsson er staddur í Portúgal í hópi miðaldra karlmanna.
Varaþingmaðurinn Brynjar Níelsson segir frá ferð sinni og nokkurra „miðaldra karla“ til Lissabon í Portúgal, á sinn einstaka hátt á Facebook. Ferðin hefur ekki gengið neitt allt of vel ef marka má orð Brynjars. „Þegar ferðast er með nokkrum miðaldra körlum veltir maður fyrir sér hversu ósjálfbjarga er hægt að vera og mikill aumingi. Enginn kann neitt né veit neitt.“ Þannig hefst færsla Brynjars en svo útskýrir hann orð sín:
„Tveir í hópnum sátu að horfa á sjónvarpið þegar þeir komust að því að það væri rafmagnslaust á hótelinu af því að þeir gátu ekki kveikt loftljósið. Fátið var svo mikið að það var hringt umsvifalaust í hótelstjórann og rafmagnsveitur Lissabon til að laga ástandið og komu menn þaðan með ærnum tilkostnaði til þess eins að setja herbergislykilinn í höfuðrofann. Svo var þeim bent á að sjónvarp væri rafmagnstæki og því ekki hægt að horfa á það í rafmagnsleysi.“
En þetta var ekki það eina sem hefur klikkað í ferðinni:
Merkilegast er að allir þessir menn eru kvæntir.“
Í enn nýrri færslu segir Brynjar að ferð þeirra félaga hefði verið hugsuð sem „líkamleg og andleg meðferð og endurhæfing“ sem hafi mistekist fullkomlega.