Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Íslendingar elska Domino’s en Norðmenn frosna pítsu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland er gríðarlega erfiður markaður fyrir erlendar skyndibitakeðjur, segir í frétt CNBC um innrás og fall Domino’s á Norðurlöndunum. Þá segir einnig að Íslendingar séu sú þjóð sem borðar flestar Domino’s pítsur miðað við höfðatölu en að keðjunni hafi ekki vegnað jafn vel í nágrannalöndunum.

Fréttamaður CNBC rekur misjafnan árangur annarra skyndibitakeðja á Íslandi; McDonald’s, Dunkin’ Donuts og Burger King en segir Íslendinga óða í Domino’s. Samkvæmt fréttinni er markaðshlutdeild Domino’s 37,6%, KFC 17,9% og Subway 12%. Þá segir að hér á landi sé einn Domino’s staður á hverja 14.300 íbúa.

Domino’s opnaði á Íslandi 1993, í Danmörku 1997, Noregi 2014 og Svíþjóð 2016. Reksturinn hefur hins vegar gengið hörmulega í þessum nágrannaríkjum okkar og segir í fréttinni að það megi m.a. rekja til trúfestu þjóðanna við innlendar keðjur, takmarkaða heimsendingamenningu og mikils starfsmannakostnaðar.

Þá er þess getið að Norðmenn séu hrifnari af frosnum pítsum en „ferskum“ en engin þjóð í heiminum borði fleiri frosnar flatbökur.

Alls eru um 16.500 Domino’s staðir í rekstri í fleiri en 85 ríkjum. Í fréttinni er saga keðjunnar rakin og spáð fyrir um framtíð hennar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -