Gleðipinnarnir og skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn eru stödd í Barcelona þessi dægrin. Í færslu á Instagram deilir Eva kostulegum tilþrifum þar sem hún sporðrennir Hjálmari, að því er virðist.
Vinirnir lögðu talsvert á sig til að ná hinu fullkomna skoti – þó mismikið, þar sem Eva tók megin þungan og fórnaði sér og heilsu sinni fyrir málstaðinn. Hjálmar hafi aftur á móti haldið sig að mestu fjarri og hlegið.
„Þetta stönt reyndi gríðarlega á vinskapinn,“ segir í færslunni en þessir perluvinir voru ekki á einu máli um verkefnaskiptin. Eva útskýrir að Hjálmar Örn hafi ekki fengist til að leggjast á jörðina vegna sýklahræðslu, svo hún hafi þurft að fórna sér og hvíta bolnum sínum og leggjast þrisvar sinnum.
Þau þurftu að leita á náðir gangandi vegfaranda og ferðalanga sem þó voru undrandi á athæfi samfélagsmiðlastirnanna.
Eftir fjölda mislukkaðra tilrauna segir Eva að þeim hafi þó loksins tekist að fanga hið fullkomna augnablik:
„Ég lifði sýklana af og át Hjálmar.“
Hér má sjá færslu Evu í heild:
View this post on Instagram