Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta og athafnakona er ein af þeim 27 einstaklingum sem leita stuðnings vegna framboðs til forseta Íslands 2024, á island.is.
Á síðunni kemur fram að aðeins frambjóðandi sjálfur geti stofnað til meðmælasöfnunar. Til þess að stofna söfnunina þarf frambjóðandinn að vera íslenskur ríkisborgari og 35 ára á kjördag.
„Ég kem til með að ráða beauty team á Bessastaði og einungis dressa mig í fínasta pússi frá þekktustu hönnuðum heims, og í leiðinni setja dresscode á þingmennina, tískan hjá þessum hóp er til skammar,“ ritaði Ásdís Rán í léttri færslu á Facebook í janúar síðastliðnum eftir að Guðni Th. forseti tilkynnti að hann hyggðist ekki sitja áfram.