Eldgosið á Reykjarnesinu er ekki eina gosið sem á sér stað í heiminum í augnablikinu, þvert á móti.
Veðurstofa Íslands birti fyrir hádegi uppfærslu á stöðu eldgossins á Reykjanesskaga en þar kemur fram að virknin hafi haldist nokkuð stöðug síðan seinnipartinn í gær. Gýs nú að tveimur svæðum á gossprungunni í nokkrum gosopum en svo virðist sem slökknað hafi í nyrstu gosopnunum, að því er kemur fram hjá Veðurstofunni. Þeir gígar sem eru virkastir eru sunnarlega á gossprungunni sem opnaðist á laugardagskvöld en frá þeim er hraunrennsli til suðurs í átt að Suðurstrandarvegi. Hefur flatarmál hraunsin verið metið 5,85 ferkílómetrar út frá gervitunglamynd sem tekin var í gær.
Þrátt fyrir að gosið við Sunhnjúkagíga sé stórmál enda innviðir og heill bær í hættu, er gosið aðeins flokkað sem minniháttar á heimsmælikvarðanum. Eldgos sem í gangi eru í heiminum í dag eru fleiri en marga grunar. Alls eru 28 stór eða meiriháttar eldgos í gangi í heiminum og 19 minniháttar gos til viðbótar, þar á meðal gosið á Reykjanesinu. Þá er möguleiki á 30 eldgosum til viðbótar á næstunni.
Flest eldgosin eru í gangi í Indónesíu en næst flest eru á hinum svokallaða Kyrrahafs-eldhringnum. Á hverjum degi eru að meðaltali um 50 eldfjöll virk að einhverju leyti í heiminum. Hér má fræðast nánar um eldgosin í heiminum.