27 einstaklingar sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf en félagið sér um að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík af íbúðum bæjarfélagsins í kjölfar þeirra skemmda sem þar hafa orðið vegna náttúruhamfara. Um það bil 900 íbúar geta nýtt sér þetta úrræði. Umsóknarfrestur fyrir starfið rann út 5. mars síðastliðinn en staðan var auglýst í febrúar.
„Þetta er stór áfangi og það er gleðilegt að lög um kaup íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga séu komin til framkvæmda. Ætlunin var alltaf að gera Grindvíkingum kleift að ráða örlögum sínum sjálfir og opnun umsóknarferilsins er stór áfangi í því,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu um málið.
Hægt er að sjá lista umsækjanda hér fyrir neðan.
Arent Orri Jónsson, laganemi
Berglind Ósk Sævarsdóttir, forstöðumaður markaðs og aðgerða
Birgir Birgisson, framkvæmdastjóri
Björg Kjartansdóttir, deildarstjóri
Björgvin Magnússon, fv. forstöðumaður
Eyjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Fannar Karvel, framkvæmdastjóri
Geir Sigurðsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali
Guðmundur Magnússon, fv. framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs
Helgi Jóhannesson, lögmaður
Ingimar Waldorff, framkvæmdastjóri
Ína Björk Hannesdóttir, framkvæmdastjóri
Íris Hrönn Guðjónsdóttir, innviðastjóri
Jóhann Gunnar Þórarinsson, fagstjóri
Júlíana Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri
Karl Pétur Jónsson, samskiptastjóri og umsjónarmaður sérverkefna
Kristbjörn J. Bjarnason, framkvæmdastjóri
Kristján Sveinlaugsson, deildarstjóri
Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri
Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali
Páll Línberg Sigurðsson, MBA
Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur
Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri
Styrkár Hendriksson, sérfræðingur
Sæmundur Guðlaugsson, verkefnastjóri
Tjörvi Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Örn Viðar Skúlason, fjárfestingastjóri