Staðan á Eldgosinu er svipuð og verið hefur undanfarið. Virknin helst mest fyrir austan við Sundhnúk. Hægt hefur á hraunflæði í átt til sjávar. Hraunið hefur ekki náð að flæða yfir Suðurstrandarveg. Jaðarinn er nokkur hundruð metra frá veginum. Skjálftavirkni er lítil.
Jarðeðlisfræðingar eru ekki á einu máli um mögulega framvindu goshrinunnar sem staðið hefur með hléum í þrjú ár. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur spáir því í samtali við Morgunblaðið að gosvirknin eigi eftir að færast vestur fyrir Grindavík og verða í Edvörpum.
„En um leið og Eldvörpin ná að rifna geri ég ráð fyrir að eldvirknin færist þangað og þá verður auðveldara fyrir kvikuna að koma upp þar,“ er haft eftir Ármanni.
Veðurstofan teluur vera vísbendingar aukanr sprungur í grennd við Brimketil sem er vísbending um að virknin færist til vesturs. Ármann telur að þegar til þessa komi muni gosin stnada lengur en reyndin hefur verið. Þá mun þeirri breyrtingu fylgja léttir fyrir Grindvíkinga sem verða þar með ekki lengur í miðju eldsumbrotanna.