- Auglýsing -
Rebekka Guðgeirsdóttir ljósmyndari náði augnablikinu þegar eldgosið hóft við Sundhnjúkagíga þann 16. mars síðastliðinn.
Ljósmyndarinn Rebekka Guðgeirsdóttir var að mynda Keili, líkt og hún hefur gert á hverjum degi undanfarin ár, þegar skyndilega byrjaði að gjósa í næsta nágrenni við Keili. Nánar verður sagt frá verkefni Rebekku hjá Mannlífi síðar í dag.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af hinu magnaða augnabliki er jörðin opnaðist og byrjaði að spúa kviku upp í loftið.