James Elder, talsmaður UNICEF, barnastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir mikinn fjölda flutningabíla sem flytja mat, vatn og önnur hjálpargögn sitja fastann við landamærin að Gaza og komist ekki inn á bsvæðið, en þar séu mörg ungabörn að deyja af hungri.
„Svívirðilegt. Hversu mörg hjálpargögn eru svo sorglega nálæg þeim sem þurfa á þeim að halda?“ segir hann í myndbandi sem Al Jazeera birti.
„Þetta eru vistirnar sem svo brýnt þurfa að komast til óbreyttra borgara á Gaza og skilvirkasta leiðin, eina leiðin til að bjarga lífi fjölda barna, sem eru í svo sárri neyð, eru þessir vegir.”
Örfáir vörubílar með hjálpargögnum komust á norðurhluta Gaza um helgina, án þess að verða fyrir árásum Ísraelshers en það er í fyrsta skipti sem mannúðarbílalestir komast á svæðið án árásar frá upphafi stríðsins.