Alma Eir Svavarsdóttir læknir er látin, hún var 60 ára gömul. Mbl.is greinir frá.
Alma fæddist á Egilsstöðum og ólst þar upp en hún fæddist árið 1963.
Eftir að hafa gengið í Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Breiðholti hóf hún læknanám í Háskóla Íslands. Þegar hún lauk því fór hún í framhaldsnám í Dartmouth í Bandaríkjunum þar sem hún sérhæfði sig í heimilislækningum. Hún færði sig svo um set í Bandaríkjunum og fór í sérnám í kennslufræðum og stjórnun í Kentucky-háskólanum.
Árið 2000 hóf Alma störf sem heimilislæknir á heilsugæslunni í Efstaleiti og starfaði þar til æviloka ásamt því að vera kennslustjóri heimilislækninga á Íslandi frá 2005 til 2016.
Alma lætur eftir sig eiginmann og tvo syni.