- Auglýsing -
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall frá borgara í gær. Dælubíll var sendur á vettvang en er þangað var komið passaði lýsingin á byggingunni ekki. Eldviðvörunin sem hafði borist átti sér stað upp á sjöttu hæð en heimilisfangið sem hafði verið gefið upp og slökkviliðið stóð fyrir utan var einungis þrjár hæðir. Engan sakaði.
Í kjölfar atviksins brýnir slökkviliðið fyrir fólki að hafa á reiðum höndum allar helstu upplýsingar þegar hringt er í síma Neyðarlínunnar.
Gátlisti ef hringt er í 112:
- Hvar ertu?
- Hver ertu?
- Hvað gerðist?
- Hvenær gerist það?
- Fjarlægið gæludýr úr herberginu
- Opnið hurðir og/eða takið úr lás
- Taka á móti viðbragðsaðilum