Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Alvotech tapaði 76 milljörðum í fyrra – Róbert Wessman fékk 573 þúsund krónur í laun á dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Róbert Wessman græddi persónulega á tá og fingri á síðasta ári en aðra sögu má segja um fyrirtæki hans, Alvotech, sem tapaði 76,1 milljarði króna.

Samkvæmt frétt Heimildarinnar tapaði Alvotech 76,1 milljarði í fyrra, ef miðað er við meðalgengi dals á árinu 2023 en árið á undan tapaði fyrirtækið 73,3 milljörðum. Samanlagt hefur Alvotech því tapað 149,4 milljörðum króna síðustu tvö ár.

Forstjóri Alvotech, Róbert Wessman fékk 209,3 milljónir króna í laun í fyrra. Það gera um 17,4 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Þetta þýðir um 573,424 þúsund krónur á hverjum einasta degi ársins. Róbert er einnig stjórnarformaður Alvotech en hann afsalaði sér launum fyrir þá vinnu samkvæmt Heimildinni. Níu aðrir framkvæmdastjórar og lykilstarfsfólk fengu samtals 740,5 milljónir króna í laun í fyrra, eða um 82,3 milljónir króna hver að meðaltali. Það gera um 6,9 milljónir króna að meðaltali á mánuði á hvern þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -