Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Emil hefur litlar áhyggjur af Vestfirðingum: „Setur strik í reikninginn hjá ferðamönnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slæmt veður hefur herjað á Vestfirðinga undanfarna daga og lýsti Veðurstofa Íslands yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Mannlíf hafði samband við Emil Ólaf Ragnarsson, íbúa á Flateyri, til spyrja hann um stöðuna í dag.

„Það er töluvert af snjó hérna núna, snjóflóðahætta hérna á veginum eftir ströndinni að Flateyri, hann er ófær núna sá vegur svo það er vonandi enginn að þvælast þar,“ sagði Emil Ólafur í samtali við Mannlíf um ástandið. „Skólarnir eru opnir. Veðrið er þannig séð ekki óbærilegt, frekar blint og skafrenningur, en ekkert aftakarok. Fólk sem vinnur í öðrum bæjum er bara rólegt heima hjá sér þegar svona er.“

Emil er sjálfur nýfluttur á Flateyri, hvernig er að upplifa svona veður?

„Ég er nú öllu vanur, hafandi búið á Kjalarnesi og í Hvalfirði í allnokkur ár. Þar verður ófært eins og hér. Svo er ég nú að hluta til alinn upp hér í næsta firði svo ég er lítið að kippa mér upp við þetta.“

„Alltaf góð stemning fyrir vestan,“ sagði Emil þegar hann var spurður um hvort þetta hafi slæm áhrif á stemninguna fyrir Vestan. „Páskarnir á næsta leiti með Aldrei fór ég suður hátíðinni og dagskrá í flestum bæjum hérna. Svo finnst mér nú líklegt að þeir sem ætli sér á skíði í skíðavikunni fagni þessari úrkomu bara. Fólk er held ég almennt lítið að láta veðrið hafa áhrif á stemninguna.“

„Það er misjafnt býst ég við,“ sagði Emil um áhrif veðursins á daglegt líf fólks. „Sumir missa úr vinnu eins og ég. Ég veit til þess að nágrannar mínir komu til landsins frá útlöndum í gær og komast ekki heim til sín í augnablikinu. Einhverjir missa kannski af viðburðum eða öðru sem átti að sækja suður. Annars eru nú flestir forsjálir þegar kemur að veðri og fara þá af stað fyrr ef spáin er slæm. Þetta kannski setur strik í reikninginn hjá ferðamönnum sem eru ekki vanir íslensku veðri, en vonandi er fólk vel upplýst.“

Flateyri – Mynd: Emil Ólafur Ragnarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -